1. október
Íþróttaskóli fyrir leikskólabörn
Íþróttaskóli fyrir leikskólakrakka 4.október- 1.desember í íþróttahúsi Hrunamanna.
Ágætu foreldrar/aðstandendur.
Íþróttaskóli fyrir leikskólakrakka mun hefjast í íþróttahúsi Hrunamanna á Flúðum á næstunni. Er þessi íþróttaskóli fyrir öll börn sem komast á leikskóla sveitarfélagana eða frá eins árs til elsta árgangsins. Byrjar hann laugardaginn 4.október og verður alla laugardaga eftir það kl. 11 og er til 12 og síðasti dagurinn verður laugardagurinn 1.desember og eru það 10 skipti.
Foreldrar/aðstandendur þurfa að koma með börnum sínum og styðja við þau og aðstoða í hverjum tíma.
Í íþróttaskólanum verður lögð áhersla á að þjálfa samhæfingu og jafnvægi barna með ýmsum skemmtilegum æfingum. Eru foreldrar/aðstandendur mikilvægur hlekkur í að styðja við þjálfun barna sinna í skólanum.
Stakur tími kostar 1000kr
10 tímarnir kosta 7000kr.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kristín Magdalena Ágústsdóttir leik og grunnskólasérkennari
Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á netfangið/símann:
gsm:690-4541