11. ágúst
Hátíð við Úlfljótsvatn – fögnum malbikuðum hring um Þingvallavatn!
Sunnudaginn 24. ágúst verður haldin hátíð við Úlfljótsvatn til að fagna því að hringvegurinn í kringum Þingvallavatn er nú allur malbikaður. Þetta er stór áfangi fyrir svæðið okkar sem eykur bæði öryggi, aðgengi og tengingu milli byggðarlaga.
Dagskrá sunnudagsins:
Viðburðurinn hefst kl. 11:00 þegar Kristján Atli, „Doppumeistari“ frá Sólheimum, vígir nýja veginn með göngu frá Ljósafossstöð að Úlfljótsvatni. Þegar Kristján kemur að skátamiðstöðinni tekur við hátíðleg móttaka kl. 11:00 þar sem innviðaráðherra klippir á borða ásamt forstjóra Vegagerðarinnar og sveitarstjórum sveitarfélaganna. Þá verða flutt ávörp og sögur af samgöngum og þróun Þingvallasvæðisins í gegnum tíðina.
Á svæðinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa:
-
Lifandi tónlist með Pálma Gunnarssyni og Magnúsi Kjartanssyni
-
Klifurveggur og leiktæki fyrir börnin
-
Útigrill, kaffi og kaka
-
Notaleg stemning í fallegu umhverfi
Sveitarfélögin Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð standa að viðburðinum í samstarfi við Landsvirkjun, Vegagerðina, Þjóðgarðinn á Þingvöllum og Skátana á Úlfljótsvatni
Við hvetjum gesti til að nýta tækifærið og njóta heillar helgar í uppsveitum Árnessýslu. Á laugardeginum, 23. ágúst, fer fram fjölskylduhátíðin Grímsævintýri í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem verður markaður, bingó og fleiri skemtilegar uppákomur fyrir alla aldurshópa.
Þetta er því kjörið tækifæri til að stoppa í uppsveitunum, taka þátt í báðum viðburðunum og njóta allra þeirra frábæru staða, náttúruperlna og veitingastaða sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og fagna þessum áfanga. Stefnt er að frábæri fjölskylduhelgi í einu fallegasta umhverfi landsins.
Hérna er hægt að finna meira um viðburðinn