11. ágúst

Hátíð við Úlfljótsvatn – fögnum bundnu slitlagi um Þingvallavatn!

Sunnudaginn 24. ágúst verður haldin hátíð við Úlfljótsvatn til að fagna því að hringvegurinn í kringum Þingvallavatn er nú allur kominn með bundið slitlag. Þetta er stór áfangi fyrir svæðið okkar sem eykur bæði öryggi, aðgengi og tengingu milli byggðarlaga.

Dagskrá

  • Kl. 11:00: Kristján Atli, „Doppumeistari“ frá Sólheimum, kemur í mark eftir göngu frá Ljósafossstöð.
  • Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, klippir á borðann og flytur stutt ávarp.
  • Að því loknu er gengið upp í tjaldið þar sem Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir nokkur orð.
  • Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi Þingvalla, heldur erindi: Sögur og samgöngur til Þingvalla frá 930–2038 – það sem gerðist og það sem aldrei varð.
  • Að lokum munu tónlistarmennirnir Magnús Kjartansson og Pálmi Gunnarsson spila nokkur lög.

Boðið verður upp á kaffi og köku á meðan birgðir endast.

Á Úlfljótsvatni verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu á vegum skátanna milli kl. 11:00 og 14:00. Gestir geta meðal annars prófað klifurvegg, bogfimi á útisvæði, siglt á bátum á bátatjörninni og tekið þátt í útieldun.

Sveitarfélögin Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð standa að viðburðinum í samstarfi við Landsvirkjun, Vegagerðina, Þjóðgarðinn á Þingvöllum og Skátana á Úlfljótsvatni 


Við hvetjum gesti til að nýta tækifærið og njóta heillar helgar í uppsveitum Árnessýslu. Á laugardeginum, 23. ágúst, fer fram fjölskylduhátíðin Grímsævintýri í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem verður markaður, bingó og fleiri skemtilegar uppákomur fyrir alla aldurshópa.

Einnig verður Beint frá býli dagurinn haldinn hátíðlega 24. ágúst í uppsveitum og mun Korngrís frá Laxárdal, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, opna býli sitt fyrir gestum í tilefni dagsins en dagurinn  er nú haldinn þriðja árið í röð.

Þetta er því kjörið tækifæri til að stoppa í uppsveitunum, taka þátt í þeim viðburðunum sem eru í boði og njóta allra þeirra frábæru staða, náttúruperlna og veitingastaða sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og fagna þessum áfanga.   Stefnt er að frábæri fjölskylduhelgi í einu fallegasta umhverfi landsins. 

Hérna er hægt að finna meira um viðburðinn