5. ágúst

Góð helgi og fleiri framundan

Allt gekk vel hér í Uppsveitunum þessa miklu ferðahelgi.  Mikið af fólki og allt fór fram í friði og stórslysalaust sem betur fer.   Við þökkum fyrir komuna og óskum ykkur góðrar heimferðar.  Minnum á að sumarið er alls ekki búið og næstu helgar eru ýmsir viðburðir á döfinni.  Upplagt að heimsækja sveitina aftur og aftur.  Grímsævintýri um næstu helgi 10.8., Tvær úr Tungunum þar næstu helgi 17.8. og einnig Gullhringurinn hjólaður 18.8.  Og í september uppskeruhátíð 7.9. og Uppsveitahringurinn hjólaður og hlaupinn 7.9 . 
Fylgist með.