23. maí

Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum

Faghópur Markaðsstofu Suðurlands hélt vorfund sinn á Flúðum að þessu sinni. Aldís sveitarstjóri mætti og hélt frábæra kynningu á allri þeirri uppbyggingu sem er í gangi í Hrunamannahreppi.

Eftir frábæra kynningu var farið að borða á Flúðasveppum Farmers Bistro þar sem hópurinn fékk áhugaverða kynningu á framleiðslunni hjá Ragnheiði veitingastjóra. Þetta er sannarlega staður sem vert er að heimsækja, þar sem hægt er að fá ýmis góðgæti úr sveppum ásamt fjölbreyttum og spennandi matseðli.

Að því loknu var Hill Hótel á Flúðum skoðað, en nýir eigendur hafa verið að breyta og aðlaga hótelið að nýjum áherslum frá því þeir tóku við í júní á síðasta ári. Eftir fróðlega kynningu þar var haldið í Litlu bændabúðina sem selur fjölbreyttar afurðir beint frá býli. Núna er komin kaffivél á staðinn þannig að hægt er að kaupa sér dýrindis kaffibolla á meðan verslað er ferskar og nýjar vörur.

Að lokum var Hrunalaug skoðuð, þar sem verið er að byggja upp aðstöðu fyrir gesti. Þessi skemmtilega laug, sem áður var fjárlaug, vekur sífellt meiri hylli meðal ferðamanna. Vel heppnaður dagur sem samanstóð af fróðleik og skemmtun.