1. október

Frístunda- og íþróttahlaðborð Uppsveita

Svæðisskrifstofa Íþróttahéraðs á Suðurlandi í samstarfi við heilsueflandi Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp boða til sameiginlegs hlaðborðs á Laugarvatni föstudaginn 18. október.

Á viðburðinum fá öll íþróttafélög, tómstundarklúbbar og félagasamtök í sveitarfélögum uppsveita Árnessýslu tækifæri til að kynna starfsemi sína. Markmiðið er að auka sýnileika fjölbreyttrar starfsemi á svæðinu og hvetja bæði unga sem aldna til að kynna sér þau frábæru viðburði sem í boði eru.

„Við viljum skapa vettvang þar sem félögin geta komið saman, deilt gleðinni og sýnt hvað þau hafa upp á að bjóða,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Öllum er boðið að taka þátt og er hægt skrá sig með því að ýta hér.