10. ágúst

Frá Úthlíð

Fréttaskot frá úthlið

Kristjana Stefánsdóttur hefur verið á tónleikaferðalagi um landið í sumar og ætlar að enda ferðina hér hjá okkur í Úthlíðarkirkju miðvikudaginn 11. ágúst kl. 21.00.

Forsala miða er á tix.is en hún selur einnig miða við innganginn. Við megum vera með 80 manns í kirkjunni núna, skulum skarta fallegum grímum og halda fjarlægð við þann sem við þekkjum ekki, en fólk sem er saman í kúlu getur að sjálfsögðu setið þétt saman og notið tónleikanna. 

 

Geirs goða golfmótið verður haldið samkvæmt fornu hefðar haldi laugardaginn 14. ágúst. Núna stefnir í metveður, frábæra mætingu og glæsilegt golfmót. 

Skráning stendur yfir á www.golf.is og það væri frábært að sjá alla okkar fræknu klúbbfélaga mæta og taka bikarana.

Keppt verður í karla- og kvennaflokkum - annarsvegar höggleikur án forgjafar og hinsvegar punktakeppni með forgjöf. 

Sigurvegararnir fá glæsilegan farandbikar - Geirs goða bikarinn og Höllubikarinn - en þau voru hjón í Úthlíð í kringum árið 1000 :-) 

 

Mánudaginn 16. ágúst verða nokkrir sumarfuglar flognir frá okkur á vit skóla og annarra ævintýra. Verðum við að bregðast við því með styttingu afgreiðslutímans. 

Opið verður í Réttinni kl. 11 - 13 - en þá er hádegisverðurinn framborinn en grillið er lokað.

Síðan opnum við aftur Réttina kl. 16.00 og byrjum að elda á grillinu um kl. 17 og tökum á móti matarpöntunum fram yfir kl. 19.00 

Reiknum með því að vera búin að loka um kl. 21.00 

Auðvitað er ekkert að marka þessa afgreiðslutíma því það er alltaf hægt að hringja ef það vantar nauðsynlega afgreiðslu t.d. gas, gos eða ís - svo nokkrir nauðsynjahlutir séu taldir.

 

Njótið þessara frábæru sumardaga sem okkur er úthlutað núna í ágúst.

Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð