19. desember
Frá Efsta-Dal opið um hátíðarnar
Í Efsta-Dal er opið allt árið.
Íshlaðan frá 11-21 (hádegisverðarseðill frá 11:30-15:00)
Hlöðuloftið frá 18-21.
Í Efstadal er einnig opið yfir alla hátíðina.
Hægt verður að koma á kaffihúsið, veitingastaðinn og gistiheimilið alla daga yfir hátíðarnar.
23.des. skötuveisla frá 18:00 til 21:00
24.des. Möndlugrautur 11:30 til 14:00.
Pakki í verðlaun fyrir þann sem fær möndluna.
24.des. Hátíðarkvöldverður frá 18:00 til 20:00. Bóka fyrirfram
25.des. Brunch frá 11:00 til 13:00
25.des. Hangikjötsveisla frá 18:00 til 20:00. Bóka fyrirfram
26.-30.des. Opinn matseðill
31. des. Kalkúnaveisla. Bóka fyrirfram
Kaffihúsið er svo opið hjá okkur alla daga frá 11:00 til 21:00. Sannkölluð jólastemming þar sem verður hægt að grípa í spil, jólamynd í tækinu, heitt súkkulaði, jólate og kertaljós. Einnig ætlum við að vera með risapúsl á borði sem gestir geta gripið í, svona hópverkefni J
Ekki er nauðsynlegt að bóka hjá okkur í kaffihúsið þar sem kusurnar og við heimafólkið verðum þar í Jólaskapi en betra er að bóka í mat á dögunum frá 23-27 des. En samt munum við taka við fólki með stuttum fyrir vara.
Jólakveðjur frá öllum í Efstadals fjölskyldunni