12. ágúst

Flugdrekahátíð í Skálholti 31.8

Fjölskyldu og flugdrekahátíð verður haldin í Skálholti, laugardaginn 31.8

"Boðið er upp á flugdrekasmiðju fyrir alla aldurshópa. Þar má læra hvernig á að búa til einfaldan flugdreka sem svínvirkar úr endurnýtanlegum efnum. Allt efni og verkfæri verða á staðnum.

Það má endilega koma með sinn eigin flugdreka.
Taktu með drykki og mat á grillið, við sjáum um að kveikja upp í grillinu. Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er einnig opinn og býður upp á kræsingar úr héraði. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram, ekkert þátttökugjald en tekið er á móti frjálsum framlögum."
Förum öll að leika.

Viðburður á FB
https://www.facebook.com/events/741396019597129/