28. júlí

Flúðir um versló

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Flúðum um Verslunarmannahelgina.

Nánar um dagskrána hér

 

Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn svo mikið verður um dýrðir. Markmiðið er að öll fjölskyldan geti komið saman og notið samveru í fallegu umhverfi. Stórkostleg dagskrá alla helgina frá morgni til kvölds.
Hér á viðburðinum verða dagskráratriði auglýst.


Til upplýsinga fyrir gesti þá skal öllum fyrirspurnum varðandi tjaldsvæðið beint til Tjaldmiðstöðin Flúðum eða www.tjaldmidstod.is. Tjaldsvæðið hefur verið stækkað og nýjir umsjónaraðilar munu vera með mjög öfluga upplýsingagjöf um stöðuna á tjaldsvæðinu alla helgina. Aldurstakmark er 23. ár og fæðingarár gildir.

Föstudagur:
17:00 - PubQuiz í félagsheimilinu, vinningar í fljótandi formi.
21:00 - Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit fara yfir feril Pálma í félagsheimilinu
23:30 - Hildur, Bríet & Aron Can skella í sturlaða veislu í félagsheimilinu

Laugardagur:
12:00 - Upplýsingamiðstöð og kaffihús opnar í félagsheimilinu.
12:00 - Sprell leiktæki opna
12:00 - markaðir í Lækjargarði
12:00 - Barna- & Fjölskylduskemmtun í Lækjargarði.
13:30 - BMX Brós leika listir sínar og kenna hjóla trix á planinu við Lækjargarðinn
15:00 - Traktoratorfæran sívinsæla í Torfdal.
TraktoraTorfæra Ísland - TractorOffroading Iceland
21:00 - Eyþór Ingi ásamt hljómsveit leika alla bestu rokkslagara sjöunda og áttunda áratugarins í félagsheimilinu
23:30 - Hreimur & Made in Sveitin á stórhátíðardansleik í félagsheimilinu.

Sunnudagur:
12:00 - Upplýsingamiðstöð og kaffihús opnar í félagsheimilinu.
12:00 - Sprellleiktæki opna
13:00 - Leikhópurinn lotta sýnir litlu hafmeyjuna í Lækjargarði.
15:00 - Furðubátakeppni við brúna yfir litlu-Laxá
21:00 - Brenna & Brekkusöngur í Torfdal.
Magnús Kjartan úr Stuðlabandinu spilar.
23:30 - Stuðlabandið slær í dansleik í félagsheimilinu.

O.fl og fl.