2. febrúar

Ert þú með hugmynd

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UPPBYGGINGARSJÓÐ SUÐURLANDS, VORÚTHLUTUN 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2021. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.

Kynningarfundur verður haldinn á ZOOM, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 12:15-13:00 og eru allir Sunnlendingar sem og aðrir áhugsamir hvattir til að kynna sér málið.
Nánar um sjóðinn: www.sass.is/uppbyggingarsjodur
Umsóknarfrestur er 2. mars kl. 16:00