12. mars

Ein sterk vefgátt inn í landið www.visiticeland.com

Heildstæð landkynningar- og upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn undir merkjum Visit Iceland.

Markaðs- og upplýsingavefinn visiticeland.com verður nú miðpunktur upplýsingamiðlunar til ferðamanna ásamt þeim samfélagsmiðlum og öðrum dreifileiðum sem vefurinn nýtir. 

Öflug upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna er mikilvægur liður í kynningu á áfangastaðnum Íslandi en hingað til hefur hún verið á höndum margra aðila. Mikilvægt er að koma á framfæri samræmdum skilaboðum til ferðamanna.

Samningurinn er gerður til þriggja ára og tryggir verkefninu 45 m.kr. á ári. Jafnframt verður settur upp gagnagrunnur fyrir verkefnið, unnið verður að uppbyggingu stafrænnar miðlunar og framsetningu gönguleiða auk þess sem spjallmenni verður sett upp á síðunni.