11. júlí

Bragginn

Nú ætlum við Bragga-píur að byrja að bjóða upp á Brunch um helgar.
Brunch verður á matseðlinum á milli 10 og 14.

Við ætlum einnig að vera með göngu-jóga um morguninn, frá 10.30 - 11 (jafnvel rúmega það) og hvetjum við fólk til að klæða sig eftir veðri. Það verður svo tilvalið að ljúka jóganu með hollum og góðum Brunch í Bragganum.
 

Bragginn, leirvinnustofa og kaffihús hefur nú opnað í gömlu kartöflugeymslunni okkar í Birtingaholti. Þar höfum við komið okkur notalega fyrir, leirvinnustofa er í innra rými, hinnu eiginlega kartöflu-geymslurými, á meðan kaffihúsið er í ytra rými sem var nýtt sem flokkunar og pökkunarskúr.

Í leirvinnustofunni gefst gestum kostur á skoða verkstæðið, fræðast um framleiðsluferlið og fylgjast með þv...í hvernig vörurnar eru framleiddar frá byrjun til enda. Spjalla við framleiðslu-stúlkuna og yfir-hönnuðinn og versla frá henni, beint og milliliðalaust. Verkstæðið og vörurnar er léttar og skemmtilegar og sækja sér innblástur um víða veröld, ferðalög, litagleði, leikföng og exótísk dýr í bland við bullandi nostalgíu og léttan kitch fíling.

Kaffihúsið byggir svipuðum gildum, þar stefnum við á að nýta sem best okkar heimasvæði, Hrunamannahreppinn sem er eitt af helstu matvælaframleiðslu svæðum á landinu. Ferskleiki, rekjanleiki og hollusta eru okkur ofarlega í huga en þar sem okkur finnst gott að borða góðan mat viljum við að bragð og gæði séu í fyrirrúmi. Afurðir beint frá býli með sem fæstum milliliðum, í anda þess munum við bjóða upp á brauð bakað úr korni frá Fjólu í Birtingaholti og kaffi frá Kólumbíu, brennt af Kaffismiðju Íslands. Okkur finnst kominn tími á gott kaffi og brunch um helgar í sveitina okkar fögru.

Við erum staðsett í um 10 mínútna keyrslufjarlægð frá Flúðum, í kyrrð og ró með útsýni yfir bæði Heklu og Eyjafjallajökul. Á góðviðrisdögum smellum við upp borðum útivið og hægt er að fara í gönguferðir út frá svæðinu.

Bragginn var stofnaður og starfræktur síðastliðið sumar sem leirvinnustofa og gafst fantavel, því ákváðum við að bæta kaffihúsi við starfsemina í sumar. Við erum sannkallað fjölskyldufyrirtæki rekið af tvíburasystrum og móður þeirra, sniðið að okkar áhugamálum og hugðarefnum.
Sjáumst í sumar
Erna, Ásthildur og Lára
 
 
Bragginn er á FB