15. september
Átthagafræðinámskeið
Átthagafræðinámskeið
haldið af Fræðsluneti Suðurlands, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.
Námskeiðið fjallar um sögu og menningu sveitanna og verður haldið
í Reykholti, á Borg og Laugarvatni.
Umfjöllunarefni verða: Jarðfræði uppsveitanna, fornleifar, saga sveitanna á miðöldum, glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og ungmennafélaganna, áhrif Kreppunnar og sauðasölunnar á samfélagið, stofnun og saga Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Fyrirlesarar eru: Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur, Gunnar Karlsson sagnfræðingur, Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður, Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari, Jón M. Ívarsson sagnfræðingur, Bjarni Harðarson bóksali og Einar Á. Sæmundsen fræðslufulltrúi.
Námskeiðið verður á eftirtöldum stöðum:
Félagsheimilið að Borg – 25. september
Bláskógaskóli, Reykholti – 2. október
Félagsheimilið að Borg – 9. október
Bláskógaskóli, Laugarvatni – 16. október.
Skráning er hjá Fræðsluneti Suðurlands.