7. janúar

Ábyrg ferðaþjónusta - Friðheimar

Á degi ábyrgrar ferðaþjónustu afhenti forseti Íslands hvatningarverðlaun.
Það voru þau hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann í Friðheimum sem hlutu verðlaunin í ár.
Fyrirmyndarfyrirtæki ábyrgrar ferðaþjónustu.

Hér má sjá afhendinguna og þau orð sem sögð voru við það tilefni.

Innilega til hamingju Friðheimar, eigendur og starfsfólk, þetta er sannarlega verðskulduð viðurkenning.

Ábyrg ferðaþjónusta.
Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar eru framkvæmdaðilar að verkefninu í samstarfi við FESTU, félag um samfélagsábyrgð.  Verndari verkefnisins er forseti Íslands."