List í gamla fjósinu í Hruna

Vefsíða:www.gretagisla.is
Sími:867 7388
Lýsing:Gamla fjósið í Hruna Opin vinnustofa listamanns Gréta Gísladóttir myndlistarmaður starfar í gömlu fjósi á prestsetrinu í Hruna í Hrunamannahreppi, rétt austan við Flúðir. Gréta útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2011 eftir þriggja ára nám við skólann. Hún hafði áður numið í myndlist og glerlist við listaskóla í Danmörku. Gréta fæst að mestu við málverk og beitir blandaðri tækni, þ.e. olíulitum, acryllitum, kolum og ýmsum öðrum óskildum efnum. Verkin eru bæði smá og stór, sum máluð á striga, önnur á viðarplötur. Á vinnustofu Grétu hefur hún einnig til sölu vandaðar eftirprentanir af verkum hennar í formi tækifæriskorta. Það má kynna sér verk Grétu á heimasíðunni www.gretagisla.is eða á Facebook. Á vinnustofu Grétu gæti fólk rekist á eiginmann hennar að störfum. Sá er tónlistarmaður og heitir Karl Hallgrímsson. Þau hjónin eru búsett á Flúðum. Karl semur tónlist og texta og hefur gefið út tvær hljómplötur með frumsömdu efni; „Héðan í frá“ 2011 og „Draumur um koss“ 2015. Gréta og Karl bjóða gesti velkomna á vinnustofuna, fylgjast með þeim að störfum og líta á verk Grétu. Þau bjóða kort og myndir til sölu og auðvitað hljómplöturnar tvær. Með fyrirvara geta þau tekið á móti hópi gesta og boðið upp á stutta tónlistardagskrá og/eða myndlistarkynningu. Það er því miður ekki salerni á vinnustofunni enn. Gestir vinnustofunnar eru beðnir um að sýna nærgætni við umhverfi Hruna og vera minnugir þess að þeir eru gestir í Gamla fjósinu en ekki í öðrum nálægum húsum.

Til baka