6. nóvember

Vestnorden 2023

Vestnorden var haldið í Reykjavík dagana 17-19 október síðastliðinn. Um 600 gestir tóku þátt í sýningunni og var Markaðsstofa Suðurlands og uppsveitirnar þar á meðal. Vestnorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hittast og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum víðsvegar úr heiminum.

Markaðsstofan átti formlegt samtal við um 65 ferðaheildsala og greinilegt að það er mikill áhugi á Suðurlandinu. Eftir því var tekið að talað var um Ísland sem áhugaverðan stað heim að sækja fyrir fjölskyldufólk. Spurt var um nýjungar á Suðurlandi og var fólk að leita af allt frá lúxus gistingu til minni persónulegrar gistingar þar sem hægt er að komast í nálægð við menningu landsins og nálægð við íbúa. Ferðaþjónustuaðilar sem talað var við bentu einnig á að viðskiptavinir þeirra leituðu eftir fjölbreyttri afþreyingu og gistingu á Íslandi allt árið um kring.