20. október

Vefráðstefna Nordregio 2023- ungt fólk á Norðurlöndum

Miðvikudaginn 17. október var haldinn vefráðstefna á vegum  Nordregio  og var málefnið byggðaþróun og skipulagsmál um framtíð Norðurlandanna. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var ungt fólk á Norðurlöndum og hvernig þeirra sjónarmið er tekin inn í  stefnumótun og áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga. Ráðstefnan var mjög áhugaverð en þar voru bæði fagaðilar með fræðandi fyrirlestra ásamt því að rætt var við ungt fólk um þátttöku þeirra í stefnumótun og framtíðarskipulagningu og hvað þurfi að gera til að komið verði í veg fyrir brottflutning ungs fólks úr dreifbýli.

Ungt fólk á norðurlöndum milli tvítugs og þrítugs eru að velja sér nám og starfsferil, hvað þau vilja læra, hvar þau vilja vinna og setjast að. Kom ljóst fram á ráðstefnunni að til þess að ungt fólk sjái sér hag í að koma aftur í heimabyggð að loknu námi þá þarf bæði að vera húsnæði, atvinna og annað samfélagslegt öryggi eins og leikskólar, grunnskólar og heilsugæsla á staðnum en einnig skiptir miklu máli að einstaklingur hafi upplifað að hann hafi skipt máli í samfélaginu áður en hann fór úr heimabyggð. Einnig skiptir máli  hvort að hann eigi góðar minningar um samfélagið úr æsku. Það er því ljóst að það þarf að byrja að huga að uppbyggingu einstaklingsins og áhuga hans á þátttöku í samfélaginu strax á leikskólaaldri.

Á ráðstefnunni var farið yfir verkefni sem hafa verið unnin í Norðurlöndum og hvað svæði sem hafa verið að glíma við brottfall ungu kynslóðarinnar hafa verið að gera til að ná þeim aftur á svæðið.

Hægt er að lesa um ráðstefnuna á vef Nordregio