12. janúar

Upptakturinn - tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

Í ár stendur  börnum og ungmennum í 5. - 10. bekk til boða að taka þátt í Upptaktinum sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á vegum tónlistarhússins Hörpu. 

Upptakturinn er árviss viðburður á vegum Hörpu sem verður nú haldinn í tólfta sinn. Ungmenni í 5.-10. bekk geta sent inn hugmyndir að tónsmíðum í því formi sem þau kjósa, á upptöku eða með hefðbundinni eða óhefðbundinni nótnaskrift.
Áhersla er lögð á að styðja þau í fullvinnslu hugmyndar, en ungmennin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn
nemenda tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er nýtt tónverk fluttaf nemendum LHÍ og atvinnutónlistarfólki, tekið upp og sýnt á RÚV.

Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks- eða samleiksverk fyrir allt að sjö flytjendur.

Samstarfs-sveitarfélög þurfa að tengja verkefnastjóra við tengilið innan sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á að koma upplýsingum
sem viðkomandi fær sendar áfram til skólanna.


Hugmyndir skulu berast ekki seinna en 21. febrúar á netfangið
upptakturinn@gmail.com með nafni höfundar, aldri, símanúmeri,
tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu á nótum og/eða MP3 hljóðskrá.

Fagfólk situr í dómnefnd og velur 12-13 verk úr innsendum hugmyndum.

Verkin sem komast áfram verða fullunnin í tónsmiðju með tónsmíðanemum í Listaháskóla Íslandso og fagfólki í tónlist. Tónsmiðjur fara fram í Listaháskóla Íslands og Hörpu dagana 11.-19. mars 2024.

Miðvikudaginn 24. apríl 2024 verða tónverkin flutt á glæsilegum tónlekum í Hörpu af fagfólki í tónlist. Tónleikarnir eru hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Öll verkin sem flutt eru á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin -Upptakturinn 2024.

Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur,
Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV, Listaháskóla Íslands, Tónlistarmiðstöð Austurlands,
Borgarbyggð, Garðarbæ, Kópavogsbæ og Menningarfélag Akureyrar.


Verkefnastjóri Upptaktsins er Elfa Lilja Gísladóttir, sem veitir allar nánari upplýsingar í gegnum upptakturinn@gmail.com og í síma 699-6789.