14. júlí

Skálholtshátíð 2021

Verið velkomin á Skálholtshátíð 2021!
Hér er dagskráin komin og um að gera að velja sér uppáhald eða vera frá upphafi til enda. Hægt er að fá gistingu í Skálholtsskóla og þar er allur kostur.

Föstudagur 16. júlí:
Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18. Hópur presta leiðir tíðargjörðina. Kvöldverður í Skálholtsskóla.

„Heyr himnasmiður“ Tónleikar kl. 20
Tónleikar Hjörleifs Valssonar, fiðluleikara, og Jónasar Þóris, organista og píanóleikara í Skálholtsdómkirkju kl. 20.

Laugardagur 17. júlí:
Útimessa við Þorlákssæti. Safnast saman við kirkjudyr kl. 9. Skálholtshátíð sett við Þorlákssæti.

„Ljós yfir land“ Málþing um dr. Sigurbjörn Einarsson kl 10
á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Bogi Ágústsson stýrir málþinginu. Karl Sigurbjörnsson, biskup, flytur ávarp. Erindi flytja Arnfríður Guðmundsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson, Gunnlaugur A. Jónsson og Kristján Björnssson. Málþingið er haldið í sal skólans kl. 10-12. Hádegisverður í Skálholtsskóla.

Ragnheiðarganga Friðriks Erlingssonar kl. 12.45
Hefst við kirkjudyr kl. 12.45. Gengið um minjasvæðið og aðra staði Ragnheiðar Brynjólfsdóttur undir leiðsögn Friðriks Erlingssonar, rithöfundar. Minnst er 380 ára frá fæðingu Ragnheiðar og 360 ára frá því hún sór eiðinn. Síðdegiskaffi í Skálholtsskóla.

Hátíðartónleikar í Skálholtshátíðar kl. 16
Johann Sebastian Bach, Bruckner, Þorkell Sigurbjörnsson og fleiri. Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran syngur. Skálholtskórinn syngur kirkjutónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Konsertmeistari er Brian J. Hong. Rannveig Marta Sarc, fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Ólöf Sigursveinsdóttir, selló, Alexandra Kjeld, kontrabassi, og Jón Bjarnason, orgel. Stjórnandi Skálholtskórsins er Jón Bjarnason.

Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18.
Hátíðarkvöldverður fyrir gesti og flytjendur á hátíðinni kl. 19.

Sunnudagur 18. júlí, Skálholtshátíð:
Morgunbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 9 árdegis.

Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar kl. 11
Orgelverk eftir J.S Bach. Hádegisverður í Skálholtsskóla.

Hátíðarmessa á Skálholtshátíð kl. 14
Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Axel J. Á. Njarðvík og sr. Dagur Fannar Magnússon þjóna fyrir altari með sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, frú Agnesi M. Sigurðardóttur og sr. Kristjáni Björnssyni, sem prédikar.
Meðhjálparar eru Bjarki Geirdal Guðfinnsson og Eva Bryndís Ágústsdóttir.
Í upphafi messu er móttaka pílagríma frá Hólum í Hjaltadal, Reynivöllum í Kjós og Þingvöllum. Kirkjukaffi í Skálholtsskóla.

Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju kl. 16
Ávörp. Hátíðarerindi: Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur: „Saga kristni og trúar. Hvar stöndum við nú?“ Skálholtskórinn og einleikarar flytja tónlist, m.a. lag Gunnars Þórðarsonar við Allt einsog blómstið eina. Stjórnandi Skálholtskórsins er Jón Bjarnason, organisti. Vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson stýrir dagskrá og slítur Skálholtshátíð 2021 með fararbæn og blessun.

Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18. Hópur presta leiðir tíðargjörðina.
Upplýsingar og skráning í Skálholti s. 486 8870, hotelskalholt@skalholt.is og á vef Skálholts, www.skalholt.is