9. september

Óskalögin við orgelið í Skálholti í vetur

Óskalögin við orgelið í Skálholti halda áfram á föstudagskvöldum í vetur.

Föstudaginn 10. september verður þemað réttir.
Orgeltónleikarnir hefjast klukkan 21:00 í kirkjunni. Þar verður réttarþema og boðið upp á tónlist úr hinni frábæru bók ,fjárlögunum" einnig verður Steinn Daði Gíslason á sínum stað á trommunum og í boði verður upp á rokktónlist eftir Queen, Deep purple, Abba, ACDC og marga fleira.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur.

Réttarþema verður í veitingahúsinu í Skálholt með villisveppasúpu, lambakótilettur með bearnaise Maturinn er klukkan 19:00
Hægt er að panta borð í síma 8455866