16. febrúar

Góðir gestir á ferðinni í kjördæmaviku

Ákall Gullna hringborðsins afhent.

Ráðherrar og þingmenn voru á ferðinni í Uppsveitum í gær, þau komu víða við og hittu marga.  Það gafst mjög gott tækifæri til þess að ræða ýmis málefni sem brenna á og það var virkilega ánægjulegt að hitta allt þetta fólk.  Uppsveitamenn nýttu þetta tækifæri m.a. til þess að kynna og afhenda "Ákall" Gullna hringborðsins sem er samráðsvettvangur þeirra sem á einn eða annan hátt koma að málefnum Gullna hringsins. Á þessu fjölsótta ferðamannasvæði eru áskoranirnar margar og til þess að fást við þær og ná árangri er samráð og samstarf mjög mikilvægt.