22. mars

Dagur atvinnulífs á Suðurlandi 28. apríl á Selfossi

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Dag ativnnulífsins á Suðurlandi sem haldinn verður þann 28.apríl nk. 

Þema ráðstefnunnar er atvinnulífiðnýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, FSu og Háskólafélags Suðurlands. Eftir erindin verður vinnustofa þar sem þátttakendur taka virkan þátt í að móta framtíð sunnlensks atvinnulífs.

Áhugasöm fyrirtæki, félög og stofnanir geta kynnt starfsemi sína í kynningarbásum yfir daginn. 

Atvinnulífið á Suðurlandi er öflugt og fjölbreytt. Mætum nýjum tækifærum af krafti og eflum í sameiningu samstöðu atvinnulífsins á Suðurlandi.

Nánar hér