31. ágúst

Dagskrá og kort - Uppskeruhátíð 3.sept

Dagskrá Uppskeruhátíðar 3. september, Flúðir og nágrenni

Uppskerumessa 
í Hrunakirkju kl. 11:00 laugardaginn 3. sept.
Leikir og hressing á eftir.
Samvera fyrir alla fjölskylduna!
Allir hjartanlega velkomnir


Félagsheimilið á Flúðum
Matarkistan markaður kl. 13:00-17:00
Matvæli úr sveitinni. Alls kyns ferskt grænmeti og góðgæti beint frá
býli.  Handverk, listir og fleira. Kúrikoddinn Værukær, barnahreiðrið Hnoðri, barnaföt og skartgripir
Stína kokkur verður með kruðerí í krukkum og girnilegt bakkelsi.
Kvenfélagið með kaffisölu og vöfflur.

Gönguferð um Flúðir með leiðsögn
Lagt af stað kl. 15:00 frá Félagsheimilinu á Flúðum.
Gengið verður um Flúðahverfið og farið yfir sögu þess.
Skemmtileg saga um upphaf hverfisins og mannlífs á Flúðum.
Þægileg ganga fyrir alla aldurshópa.
Guðmundur Magnússon og Anna B. Matthíasdóttir í Steinahlíð munu leiða gönguna.

Leikir í Lækjargarðinum 
Heilsueflandi samfélag kl. 14:00.
Komdu út að leika. Sígildir leikir og frisbíáskorun.

Litla bændabúðin á Melum Flúðum
Fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og alls kyns góðgæti beint frá býli.
Opið 12:00 - 17:00 og kaffi á könnunni.


Bjarkarhlíð Flúðum, opið hús og garður
Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína kl. 13:00-17:00

Leikur og list, Laugalandi Flúðum
Opið frá 13:00-17:00.  Handverk og önnur list frá Dóru og Möggu.  
Rabbi rósabóndi verður með gott tilboð á rósabúntum og steinselju frá Garðyrkjustöðinni Land og synir ehf.   Við tökum fagnandi  móti gestum okkar. 


Minilik eþíópískur veitingastaður Flúðum
Aukaopnun frá 13:00-16:00 laugardag 3. september. 
Eþíópískur matur, þrenns konar combo í boði í tilefni dagsins, bæði vegan og kjöt.
Opið einnig aftur á hefðbundnum tíma kl. 18:00 - 21:00


Sæsabar Flúðum

Við opnum kl. 11:15 og sýnum leik Everton og Liverpool í ensku deildinni.
Grænmeti frá Grafarbakka verður til sölu og auðvitað hægt að smakka.
Gleðistund Sæsa frá 11:15-20:00 og 2fyrir1 af öllum drykkjum.
Kl.21:00 trúbadorinn Sölvi Rúnar Þórarinsson heldur uppi stuði langt fram eftir kvöldi


Flúðasveppir - Farmers Bistro 
verða með fría kynningu á starfseminni ásamt innlit í sveppa klefa kl 16:00
Opið frá 12:00-17:00
Vörur frá Flúðasveppum og Flúðajörfa til sölu
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Borðabókanir a heimasíðunni www.farmersbistro.is eða i síma 519-0808


Litla Húsið
 Suðurbrún 7, Flúðum
Markaður með gamla fallega muni. Opið frá 13:00-17:00

Hús Minninganna (The house of memory's)
sem staðsett er í Suðurbrún 7, Flúðum við hliðina á Lítla húsinu.
Safn þar sem flestir geta tengt sig við eitthvað. 
Opið kl. 13:00-17:00 og aðgangseyrir 1000 kr. en frítt fyrir 15 og yngri

Opið fjós í Bryðjuholti
Í tilefni af uppskeruhátíð Hrunamannahrepps
bjóða ábúendur í Bryðjuholti öllum sem áhuga hafa að kíkja í fjósið milli kl. 13:00 - 16:00.
Í fjósinu eru sjálfvirkur mjaltaþjónn, skítaþjarkur og nýr heilfóðurvagn.
Einnig er nýlega búið að útbúa velferðarrými fyrir kýrnar.

Fyrir utan fjósið verða nokkur tæki búsins til sýnis og Ragnar frá Þór hf sýnir nokkur vel valin landbúnaðartæki.
Veitingar í boði MS og Þórs hf.
Er ekki tilvalið að kíkja í heimsókn Bryðjuholt og kynnast sveitalífinu?


Litli fiskikofinn við Gömlu laugina
Opið í Litla fiskikofanum ljúffengur fiskur og franskar kr. 2350

Efra-Sel golfvöllurinn
Opna íslenska grænmetismótið

Golfmót þar sem leikin er punktakeppni með hámarksforgjöf (36).
Keppt er í þremur flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri – 18 holur).
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
Mótsgjaldi er stillt í hóf, aðeins 4.500 kr./fullorðinn og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokknum!
Skráning er á golf.is 
Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins (islenskt.is)

Kaffi-Sel veitingastaður opinn

Gamla laugin - Secret Lagoon, Hvammsvegi

Opin kl. 10:00-20:00

Garðyrkjustöð Sigrúnar Sneiðinni 3, Flúðum
Verðum með opið á Uppskeruhátíðar-deginum frá kl:12.00: til 17:00.
Grænmeti, ledljós og margt fleira.
Kaffi á kōnnunni allir velkomnir.


Sundlaugin Flúðum opin kl. 13:00-18:00

Frisbígolfvöllur og ærslabelgur í Lækjargarðinum Flúðum