26. október

Byggðastofnun lækkar óverðtryggða vexti landbúnaðarlána

Þann 18. október sl. tók Byggðastofnun þá ákvörðun að lækka álag á óverðtryggða vexti landbúnaðarlána um 1 prósentustig. Einnig var tekin ákvörðun um að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði 1,3 prósentustig og taka þessar breytingar gildi þann 1. nóvember nk. Voru þessar ákvarðanir teknar í ljósi þeirra erfiðu stöðu sem landbúnaðurinn glímir við vegna hækkandi fjármagnskostnaðar og hækkunar aðfangaverðs. Sjá frétt Byggðastofnunar hér

Eins og framkvæmdarstjóri Bændasamtakanna talað um á degi landbúnaðarins þá hafa bændur þurft að fara út í miklar fjárfestingar á síðustu árum vegna endurnýjunar á tækjabúnaði og aðstöðu vegna krafna og reglugerða stjórnvalda.  

Byggðastofnun er ávallt til að skoða stöðu lána og um að gera fyrir þá sem eru með lán þar að hafa samband til að ræða málin til að sjá hvað hægt er að gera ef erfiðleikar steðja að.

Einnig er byggðafulltrúi Uppsveita Árnessýslu til staðar til að gefa ráðgjöf og leita lausna hvort sem verið er að leita eftir fjármögnun verkefna, umsóknum um styrki eða endurfjármögnun fyrirtækja á svæðinu . Hægt er að ná í byggðaþróunarfulltrúa í tölvupóstfangið lina@sveitir.is eða fara á síðu SSAS og panta ráðgjöf.