22. júní

Atvinnumálastefna Uppsveita 2023-2027

Fjögur sveitarfélög Uppsveita Árnessýslu hafa samþykkt sameiginlega atvinnumálastefnu.  Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Leitast er við að setja fram raunhæf markmið, stefnan er sett fram á einfaldan máta og til skamms tíma, en gert ráð fyrir árlegu stöðumati.

Ljóst er að bjartir tímar eru framundan í Uppsveitum Árnessýslu, mikil uppbygging er í gangi og fjölmörg spennandi verkefni eru í farvatninu og mikilvægt að halda á lofti jákvæðri ímynd svæðisins.

Fjölmargir komu að gerð stefnunnar og er þeim þökkuð þátttakan.

Stefnuna má finna hér

Áhugasamt ferðafólk kynnir sér svæðið