6. nóvember

Aðgerðaáætlun í ferðamálum í samráðsgátt

Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 er komin í samráðsgátt til umsagnar. 
Ferðamálaráðherra skipaði 7 starfshópa í maí sl. og var þeim falið að vinna tillögur að aðgerðum.  Hóparnir unnu hratt og vel auk þess að hafa viðamikið samráð við hagaðila.  Fyrstu drög eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Á næstu vikum verða haldnir opnir umræðu- og kynningarfundir í öllum landshlutum.
Nánari upplýsingar um verkefnið og vinnuna má finna á vef stjórnarráðins. Hér má sjá frétt á vef stjórnarráðsins

Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fram sem þingsályktunartillaga á vorþingi 2024.

"Starfshóparnir náðu utan um alla þætti ferðaþjónustu: sjálfbærni og orkuskipti, samkeppnishæfni og verðmætasköpun, rannsóknir og nýsköpun, uppbyggingu áfangastaða, hæfni og gæði, heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónustu og menningartengda ferðaþjónustu".