Stöng, fornleifar

Árið 1104 gaus Hekla í fyrsta sinn í sögu Íslands. Gosið lagði m.a. í eyði heilt byggðarlag í þjórsárdal, vart færri en 20 bæi. Rúmum 8 öldum síðar, nánar tiltekið árið 1939 grófu norrænir fornleifafræðingar upp nokkra af þessum bæjum. Á einum stað kom undan þykku vikurlagi einstaklega vel varðveitt rúst af fornu býli, sem vart á sér sinn líka á hinu norræna menningarsvæði. Þar hét fyrrum Stöng. Þegar ákveðið var að gera eftirlíkingu af þjóðveldisbæ í tilefni af ellefuhundruð ára afmæli Íslandsbyggðar varð að ráði að leggja bæjarrústirnar að Stöng til grundvallar við byggingu tilgátuhússins.

 

Til baka