UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum. Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.
Umsóknaskrif til umfjöllunar í fyrirlestraröð Forvitinna frumkvöðla
Þriðjudaginn 4. febrúar var umsóknaskrif tekin fyrir í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar. Þórunn Jónsdóttir hélt fyrirlesturinn en hún hefur áralanga reynslu af gerð styrkumsókna og deildi hún dýrmætum ráðum um hvernig hægt er að auka líkurnar á árangri við styrkumsóknir, óháð því í hvaða sjóð er sótt.
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Sjóðurinn veitir styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi og hefur hann sannað mikilvægi sitt fyrir þau sem vilja þróa og efla fjölbreytt verkefni á Suðurlandi.
Undirritun Sóknaráætlana landshlutanna 2025-2029
Miðvikudaginn 29. janúar fór fram undirritun Sóknaráætlanasamninga fyrir næstu fimm ár í Norræna húsinu. Samningar voru gerðir á milli landshlutasamtaka sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta, með það að markmiði að styðja við jákvæða byggðaþróun, efla atvinnulíf og nýsköpun, styrkja menningu og stuðla að sjálfbærni í umhverfismálum. Fjármagnið mun nýtast til fjölbreyttra verkefna á Suðurlandi sem stuðla að þróun og styrkingu samfélagsins. Það er samdóma álit þeirra sem að sóknaráætlunum koma að þær hafi reynst afar mikilvægar fyrir uppbyggingu í dreifðum byggðum landsins og skapað aukin tækifæri fyrir fólk.
Taktu þátt í að móta framtíð Suðurlands!
SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, kallar nú eftir rödd íbúa við uppfærslu Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir tímabilið 2025–2029. Sóknaráætlunin er stefnumörkun allra sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi í byggðamálum og leggur grunninn að sjálfbærri byggðaþróun á svæðinu. Hún tekur til umhverfismála, atvinnu og nýsköpunar, samfélags- og menningarmála og hefur bein áhrif á forgangsröðun verkefna og áherslur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.