UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Landstólpin 2024- samfélagsviðurkenning á vegum Byggðastofnunar

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

Lesa meira

Styrkir í febrúar 2024

Opið er fyrir styrkumsóknir í sjö sjóði hjá Rannís og hvetjum við einstaklinga og fyrirtæki til að kynna sér þá vel. Einnig er alltaf hægt að hafa samband við byggðaþróunarfulltrúa Uppsveitana ef óskað er eftir ráðgjöf eða velta þarf upp hugmyndum að verkefnum á póstfangið lina@sveitir.is.

Lesa meira

Meiriháttar mannamót

Það var líf og fjör á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofanna sem fram fór  í á fimmtudaginn 18. janúar sl. í  Kórnum í Kópavogi. Byggðaþróunarfulltrúi og fráfarandi ferðamálafulltrúi Uppsveitana voru á staðnum. Það var sannarlega gaman að sjá alla þá ferðaþjóna sem mættu úr Uppsveitunum og notuðu tímann vel við að kynna vörur sínar og þjónustu.

Lesa meira

Upptakturinn - tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

Í ár stendur  börnum og ungmennum í 5. - 10. bekk til boða að taka þátt í Upptaktinum sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á vegum tónlistarhússins Hörpu.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira