UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

Fjórum vinnustofum um Fjölmenningu í Uppsveitum lokið

Verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu er á fullri ferð en verkefnið hefur það að markmiði að skapa samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna getur blómstrað saman. Búið er að halda fjóra vinnustofur þar sem fjallað var um fjölmenningu og voru þátttakendur beðnir um að skilgreina hvað væri fyrirmyndar fjölmenningar samfélag og hvaða verkefni sveitarfélögin og íbúar þeirra þyrftu að vinna að til að Uppsveitir Árnessýslu yrðu slíkt. Öll sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum vinna að verkefninu og eru verkefnastjórar Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri í  Heilsueflandi Uppsveitir, Guðrún Ása Kristleifsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi og Lína Björg Tryggvadóttir Byggðarþróunarfulltrúi Í Uppsveitum Árnessýslu.

Lesa meira

Multiculturalism in Uppsveitir Árnessýslu

Municipalities Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, and Skeiða- og Gnúpverjahreppur are working on a project titled "Multicultural Community in Uppsveitir Árnessýsla." The project aims to enhance the participation of residents with foreign backgrounds in the community and promote the inclusion of all residents regardless of origin.

Lesa meira

Fjölmenning í Uppsveitum Árnessýslu

Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eru að vinna verkefni sem ber heitið "Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu". Verkefnið hefur það að  markmiði að efla þátttöku íbúa með erlendan bakgrunn í samfélaginu og stuðla að inngildingu allra íbúa óháð uppruna. Meðal leiða að þessu markmiði er að eiga samtal við íbúa um hvað þurfi að gera til að styðja við innlenda sem erlenda íbúa og byrjar verkefnið á könnun sem hægt er að taka með því að smella á linkinn eða skanna QR kóðan sem er neðst í fréttinni.

Lesa meira

Fundur faghóps Markaðsstofu Suðurlands haldin á Flúðum

Faghópur Markaðsstofu Suðurlands hélt vorfund sinn á Flúðum að þessu sinni. Aldís sveitarstjóri kom og hélt frábæra kynningu á allri þeirri uppbyggingu sem er í gangi í Hrunamannahreppi.

Lesa meira

Frá 1. janúar 2021 13:03

Viðburðir á FB allt árið

Fjölbreyttir viðburðir birtast jafnóðum á Facebook síðunni okkar Uppsveitir South Iceland

Lesa meira