UPPLÝSINGAVEFUR UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Fjögur sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa með sér öflugt samstarf þar á meðal í ferðamálum.  Þetta eru : Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  

Fjölmargar náttúruperlur, sögustaðir og ýmis afþreying er í boði. Fjölbreytt þjónusta í byggðakjörnum og sveitunum í kring; Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Borg, Sólheimar, Laugarás, Árnes, Brautarholt. Verið velkomin.

Bláskógabyggð samþykkir nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu með áherslu á sjálfbærni og samráð

Bláskógabyggð samþykkir nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu með áherslu á sjálfbærni og samráð

Á haustmánuðum 2022 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hefja heildstæða stefnumótun fyrir sveitarfélagið með það að markmiði að móta framtíðarsýn, gildi og verkefni til næstu ára. Í þessari vinnu var sérstaklega horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lögð áhersla á sjálfbæra og framsækna þróun með það að leiðarljósi að skapa heilsusamlegt og bætt samfélag.

Lesa meira

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025

Nú stendur yfir Fyrirtækjakönnun landshlutanna og eru fyrirtæki á Suðurlandi eindregið hvött til að taka þátt. Markmið könnunarinnar er að safna gögnum um stöðu og horfur fyrirtækja, sem nýtast við stefnumótun, atvinnuuppbyggingu og forgangsröðun verkefna. Könnunin er framkvæmd af Byggðastofnun og landshlutasamtökum sveitarfélaga.

Lesa meira

Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu – Einstakt tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirt

Litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi gefst nú einstakt tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu þróunarverkefni sem miðar að því að styðja þau í átt að sjálfbærri og nærandi ferðaþjónustu. Um er að ræða þátttöku í verkefninu FIRST MILE, sem er hluti af norræna samstarfsverkefninu NorReg, og er þróað í samstarfi við sérfræðinga hjá Behavior Smart.

Lesa meira

Hugmyndadagar Suðurlands: Skapandi lausnir fyrir sjálfbæra framtíð.

Ertu með brennandi áhuga á hringrásarhagkerfinu, sjálfbærni og nýsköpun? Þá eru Hugmyndadagar Suðurlands vettvangurinn fyrir þig!

Lesa meira