Borg í sveit 2018

Laugardaginn 2. júní verður Borg í sveit - alvöru sveitadagur haldinn í fjórða skipti í Grímsnes- og Grafningshrepp. Markmiðið er að skapa tækifæri fyrir bændur og búalið, sumarhúsaeigendur, fyrirtæki og gesti í sveitarfélaginu að sýna sig og sjá aðra og fyrir þá sem það vilja, kynna vöru sína og/eða þjónustu. Þennan dag munu fyrirtæki, bændur og einstaklingar í sveitarfélaginu taka höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomin í heimsókn.

« Til baka