9. mars

Uppsveitabrosið afhent

Uppsveitabrosið

“Uppsveitabrosið” er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki.
Bros frá Uppsveitunum.

Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á góðu samstarfi og hvetja til enn frekari samvinnu.
Hugmyndin að “Uppsveitabrosinu“ kviknaði í stefnumótunarvinnu sem fram fór 2003. 

Uppsveitabrosið var afhent í dag í ellefta sinn og var það Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem hlaut brosið.  Ragnheiður hefur verið tíður gestur á árinu í Uppsveitunum og verið virkur þátttakandi í ýmsum viðburðum á svæðinu.

 Brosið er óáþreifanlegt, en því fylgir ávallt hlutur sem handverks- eða listamaður í Uppsveitunum býr til hverju sinni:

Í ár var það leirskál frá Ernu Skúladóttur leirlistakonu í Bragganum Birtingaholti

 

Ragnheiður Elín hjóla Uppsveitahringinn og Erna býr til listmuni í Bragganum

Nýtt logo Uppsveitabrossins er hannað af Ingunni Jónsdóttur hönnuði.