Tónleikar í Skálholti 20. febrúar

TÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSKIRKJU

Cantate, æskukór frá Portsmouth Cathedral.
Stjórnandi: David Price, Orgel: Sachin Gunga

Miðvikudaginn 20.febrúar kl. 20.00
Aðgangur ókeypis.

 Æskukórinn Cantate er einn af þremur kórum við Dómkirkjuna í Portsmouth á Bretlandi. Kórinn var stofnaður árið 2006 og í honum eru 26 kórfélagar á unglingsaldri.

Tónlistarlíf við dómkirkjuna í Portsmouth er sérlega glæsilegt og hafa kórar kirkjunnar stórt hlutverk í helgihaldi hennar auk þess að halda tónleika. Æskukórinn Cantate hefur sungið bæði í Westminster Abbey, The Royal Albert Hall og komið fram í breska útvarpinu. Kórinn hefur ferðast víða um Evrópu en þetta er fyrsta tónleikaferðin þeirra til Íslands. Á efnisskrá þeirra er bresk tónlist þekktra tónskálda úr samtíma og frá fyrri öldum og fylgir tónlistin tímabilum kirkjuársins.

David Price, stjórnandi kórsins ferðaðist til Íslands sumarið 2016 og varð svo heillaður af landinu að hann hóf strax undirbúning að tónleikaferðinni. Cantate dvelur fyrst í Skálholti og heldur tónleika í Skálholtskirkju miðvikudaginn 20.febrúar kl. 20.00.  Aðgangur er ókeypis.

Kórinn mun svo halda tónleika í Hallgrímskirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 og syngja einnig í messu á sunnudag, áður en þau halda heimleiðis.

MYND: Cantate, æskukór frá Portsmouth.

« Til baka