26. júní

Sumartónleikar í Skálholti í júlí og ágúst

Sjá dagskrá Sumartónleika í Skálholti hér

Hátíðin fer fram 4. júlí til 5. ágúst. Tónleikar eru á laugardögum og sunnudögum eftir hádegi, sjá dagskrá.Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið er á móti framlögum.

Velkomin á Sumartónleika

​Íhugun og andleg leit er sennilega jafngömul mannkyninu. Það má lesa um þetta leiðarstef í gegnum alla mannkyns-, trúar- og listasöguna: hvernig maðurinn hefur alltaf leitað út fyrir það áþreifanlega og þannig reynt að komast nær því að skilja heiminn og um leið sjálfann sig.

Skálholt hefur verið staður andlegra iðkana svo gott sem frá því að land byggðist og eru Sumartónleikar í Skálholti ávöxtur þessarar arfleifðar. Ný tónlist og gömul, flutt á upprunahljóðfæri, hefur verið listræn stefna hátíðarinnar síðan hún var stofnuð af Helgu Ingólfsdóttur árið 1975 og engin undantekning verður þar á í ár.

Það er okkur ómælanleg ánægja að bjóða ykkur velkomin á hátíðina í sumar þar sem tónlist barokktímans og framsækin tónlist nútímans og framtíðarinnar mætast. 


Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv
Listrænir stjórnendur Sumartónleika í Skálholti

www.sumartonleikar.is