28. október

Opið hús í Skálholti 2. nóv.


Opið hús í Skálholti:
sögur af syndurum og helgum mönnum 

miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14-16

Eldri borgurum er boðið í opið hús í Skálholti miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14 – 16. Sagðar verða sögur af fólki í Skálholti; - af syndurum og helgum mönnum, rölt um skólann og skoðuð listaverk og merkar bækur, heimsóttir minnisvarðar um Jón Arason og Ragnheiði Brynjólfsdóttur ef veður leyfir og horft á altaristöflu Nínu Tryggvadóttur með hennar eigin augum – og Pál biskup Jónsson í steinkistunni heimsóttur. 

Þá mun Jón Bjarnason leika á orgelið og leika undir í söng.
Kaffi og veitingar eru í skólanum, verð  1000 kr.

Allir velkomnir