Karlakór Hreppamanna á Flúðum 21. apríl

Tónleikar á  Flúðum, laugardaginn 21. apríl

Karlakór Hreppamanna heldur vortónleika sína.

Eftir þrotlausar en skemmtilegar æfingar með nýjum stjórnanda, Guðmundi Óla Gunnarssyni og splunkunýju lagaprógrammi er komið að því að kórinn leggi afraksturinn í dóm landsmanna. Bráðskemmtileg lög úr íslenskum kvikmyndum verða í boði auk þess sem hin frábæra söngkona Kristjana Stefánsdóttir mun syngja einsöng.
Vignir Þór Stefánson, Jón Rafnson og Erik Quick munu sjá um hljóðfæraleik. 

 

Miðaverð kr. 3.500,-.
Frítt fyrir börn.
Verið hjartanlega velkomin, hlökkum til að sjá ykkur.

« Til baka