23. október

Hagnýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

Ferðamálastofa kynnir !

Ferðamálastofa mun á næstu vikum ýta úr vör verkefni sem ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe. Því er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar. Verkefnið hefur hlotið samþykki World Travel and Tourism Organization.

Verkefnið byggir á sjálfsmati (gátlista) um þrif og sóttvarnir sem hvert fyrirtæki þarf að fylla út. Í kjölfarið fær fyrirtækið merki verkefnisins en hugmynd að því má sjá hér að neðan. Birting þess, t.d. á vef fyrirtækisins, er yfirlýsing eða loforð til viðskiptavina um að þrifum og sóttvörnum í fyrirtækinu sé sinnt af samviskusemi og af ábyrgð og að farið sé eftir öllum gildandi leiðbeiningum íslenskra sóttvarnayfirvalda vegna Covid-19 faraldursins.

Verkefnið byggir á trausti og á vilja ferðaþjónustuaðila til að sýna ábyrgð í verki til að ferðamenn upplifi sig örugga. Því er ætlað að auka trúverðugleika greinarinnar og vera verkfæri ferðaþjónustuaðila til að sýna með áþreifanlegum hætti að okkur er umhugað um gesti okkar og að áfangastaðurinn Ísland er öruggur heim að sækja. Eftirlit með því að fyrirtæki uppfylli viðeigandi kröfur er í höndum viðskiptavina.

Undirbúningur á loakstigi 

Lokaundirbúningur fyrir verkefnið stendur nú yfir og þá verður það kynnt ítarlega fyrir bæði atvinnugreininni og almenningi. Fylgist því spennt með :)