20. ágúst

Gengið á Bláfell 22. ágúst

Áttu þér draum um að ganga á Bláfell á Kili?

Nú er tækifærið. Næsta laugardag, 22. ágúst, munu Heilsueflandi Uppsveitir skipuleggja göngu á fjallið. Við erum búin að semja við veðurguðina um gott veður, og einnig við tröllið Bergþór um að leyfa okkur að ganga um fjallið hans.

Gangan byrjar kl. 11 frá bílastæði uppi á Bláfellshálsinum og tekur um 5 klst.

Upp fyrstu brekkuna er þetta nokkuð krefjandi ganga en síðan er hækkunin nokkuð jöfn. Hækkunin er um 600 m og toppurinn er í 1204 m hæð. Þaðan má sjá t.d. Jarlhettur, Hlöðufell, Kerlingarfjöll og Langjökul.

Nánari upplýsingar um akstur og bílastæði: http://www.sveitir.is/media/23/blafell-converted.pdf

Almennt um fellaverkefnið: http://www.sveitir.is/heilsueflandi-uppsveitir/fellaverkefni