Englar og menn 2018

Englar og menn tónlistarhátíð í Strandakirkju sunnudaga í júlí og ágúst 

Hér má finna dagskrána
 


Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju 

Heyr mína bæn" er yfirskrift næstu tónleika á Tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 22. júlí nk. kl. 14.

Þar koma fram söngkonurnar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og með þeim leikur Ástvaldur Traustason organisti og píanóleikari á orgel og harmonikku. Á efnisskránni eru einsöngslög og dúettar, Maríubænir og ýmis verk sem tengjast trú og tilfinningum.


Aðgangseyrir er kr. 2.900. Miðasala er við innganginn.
Tónleikarnir hefjast kl. 14 og eru um klukkustundar langir.

Um 50 -60 mín akstur er frá Reykjavík um Þrengslin og Suðurstrandarveg.

​Tónlistarhátíðin er er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga.

Á heimasíðu hátíðarinnar www.englarogmenn.is er í​tarleg dagskrá hátíðarinnar sem og á Facebook síðu hátíðarinnar.
Nánari upplýsingar veitir: 

Björg Þórhallsdóttir í síma 898 4016

 

 

« Til baka