10. apríl

Brokkkórinn í heimsókn 11. maí

Brokkkórinn, kór hestamanna af höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir “singalong” í Aratungu í Reykholti laugardagskvöldið 11.maí. Sérstakur gestur verður Karlakór Selfoss og treystum við á rífandi stemningu frá þeim og öðrum partýgestum.
Stjórnandi kórsins, Magnús Kjartansson, hefur lagt alls konar spennandi verkefni fyrir meðlimi í vetur og við störtum kvöldinu með að syngja nokkur lög. Í framhaldinu fá allir tækifæri til að þenja raddböndin og skemmta sér og öðrum.
Takið kvöldið frá og fylgist með nánari upplýsingum hér og á síðu Brokkkórsins eftir því sem nær dregur stuðinu.
Húsið opnar kl. 19:30 og stuðið hefst upp úr kl. 20:00. Miðaverð er 2.000 krónur og þeir verða seldir við innganginn.