Barokktónleikar í Skálholti 15. júní

Tónleikar - Barrokkkvöld

Selfosskirkju 14. júní klukkan 20:00

og Skálholtsdómkirkju 15. júní klukkan 20:00

Trompetleikararnir Jóhann Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson hafa nokkrum sinnum komið fram ásamt Jóni Bjarnasyni dómorganista í Skálholti á Skálholtshátíð, við hátíðarmessur og jóla - og aðventutónleika undanfarin ár.

Upp kom sú frábæra hugmynd að gera aðeins meira á þessum nótum og halda barrokkkvöld. Skálholtsdómkirkja er frábært hús til að flytja og hlýða á tónlist í ekki síst barrokktónlist. Það hefur sannast meðal annars með tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti sem haldin er í júlímánuði árlega frá árinu 1975.

Orgel og trompetar eru sérstaklega glæsileg hljóðfærasamsetning og er til gríðarlegt magn af glæsilegri tónlist fyrir þessi hljóðfæri saman.

Á tónleikunum fá þremenningarnir til liðs við sig frábært tónlistarfólk. Það eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt fleiri frábærum strengjaleikurum.

Á tónleikunum verður eingöngu flutt tónlist frá barrokktímanum. Það er nokkurn veginn tímabilið frá 1600 til 1750. Barrokktímabilið var gríðarlega spennandi tími í vestrænni tónlistarsögu og eru verk frá þessum tíma mjög vinsæl enn þann dag í dag. Frægustu tónskáld tímabilsins eru meðal annarra J. S. Bach, Händel og Vivaldi.

Tónleikarnir eru styrktir af SASS uppbyggingarsjóði suðurlands í flokki menningarverkefna.

Aðgangseyrir 2500 krónur.

« Til baka