,,Söngur og sagnir á Suðurlandi” 10. nóv. Skálholti

 ,,Söngur og sagnir á Suðurlandi”

Tónleika- og sagnastund verður í Skálholtskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 16.  Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Sérstakur gestur tónleikanna er Eyjólfur Eyjólfsson tenór og langspilsleikari.

Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög, trúarljóð og þekktar perlur tónbókmenntanna ásamt íhugunum flytjenda um tengsl tónlistar við trú okkar og sögu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Þetta eru lokatónleikar í tónleikaröðinni „Söngur og sagnir á Suðurlandi" sem styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

 

 

 

 

« Til baka